Kona hefur verið handtekin í borginni Oklahoma í Bandaríkjunum eftir að 14 ára sonur hennar tilkynnti yfirvöldum að hann hefði flúið að heiman og greint frá því að hann hefði að mestu leyti verið látinn dúsa inni í skáp síðastliðið fjögur og hálft ár. Þetta kemur fram á fréttavef New York Times.
Drengurinn kom í húsnæði þjóðvarðliðsins í Oklahoma borg, vannærður og þótti bera merki ofbeldis. Öryggisvörður þar lét lögregluna vita, drengurinn var færður á sjúkrahús og móðir hans síðan handtekin ásamt vini sínum. Þau skötuhjúin hafa verið ákærð fyrir illa meðferð á drengnum og vanrækslu.