Karl Rove hlustaði á íslenskar sögur í æsku

Karl Rove og George W. Bush þegar allt lék í …
Karl Rove og George W. Bush þegar allt lék í lyndi.

Karl Rove, sem um tíma var áhrifa­mesti ráðgjafi Geor­ges W. Bush, fyrr­um Banda­ríkja­for­seta, er af norsk­um ætt­um og seg­ir í viðtali við AP frétta­stof­una að hann kunni að meta allt sem frá Nor­egi kem­ur - nema lút­fisk. Fram kem­ur að faðir Rove las fyr­ir hann norsk­ar og ís­lensk­ar sög­ur í æsku.

„Það þarf áunn­inn smekk til að geta borðað mat, þar sem aðal­hrá­efnið er lút­ur," seg­ir Rove. 

Rove seg­ir að Lou­is stjúp­faðir sinn hafi verið af norsk­um ætt­um og sjálf­ur eigi hann bróður og frænd­ur sem heiti Olaf. 

Ráðgjaf­an­um hef­ur verið boðið til Norður-Dakóta á norska haust­hátíð og þar á að taka hann inn í nor­rænu frægðar­höll­ina svo­nefndu. AP seg­ir, að skipt­ar skoðanir séu um þetta meðal demó­krata í rík­inu. 

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Bogmaður

Sign icon Þorsti þinn sýnir að einhverjum þínum grunnþörfum hefur ekki verið svarað. Pældu í því. Mundu að verður er verkamaður launa sinna og það á við um þig sem aðra.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sofie Sar­en­brant
2
Erla Sesselja Jens­dótt­ir
3
Unni Lindell
4
Jill Man­sell
5
Árni Þór­ar­ins­son og Páll Krist­inn Páls­son
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Bogmaður

Sign icon Þorsti þinn sýnir að einhverjum þínum grunnþörfum hefur ekki verið svarað. Pældu í því. Mundu að verður er verkamaður launa sinna og það á við um þig sem aðra.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sofie Sar­en­brant
2
Erla Sesselja Jens­dótt­ir
3
Unni Lindell
4
Jill Man­sell
5
Árni Þór­ar­ins­son og Páll Krist­inn Páls­son