Bandaríska söngkonan Britney Spears hefur sent frá sér lag sem nefnist „3". Er líkum leitt að því á slúðurvefjum að í laginu sé söngkonan, sem er þekkt fyrir að vera fremur fáklædd á sviðinu, að lýsa kynórum sínum um að eiga tvo elskhuga á sama tíma. Hins vegar hefur Spears ekkert gefið sjálf upp um hvort texti lagsins sé vísun í slíkt.
Í texta lagsins kemur meðal annars fram: „Three is a charm / Two is not the same / I don’t see the harm / So are you game?”
Á íslensku er hægt að útleggja þetta á eftirfarandi hátt: Þrír heilla/ Tveir er ekki það sama/ Ég sé ekki að það skaði neinn/ Þannig að - ertu með?"
Kórinn syngur: „One, two, three / Not only you and me / Got one eighty degrees / And I’m caught in between.
Countin’ one, two, three / Peter, Paul and Mary / Getting’ down with 3P / Everybody loves ***.”