Michelle í Kaupmannahöfn

Michelle Obama tekur nú á móti meðlimum Alþjóðaólympíusambandsins á Marriott-hótelinu í Kaupmannahöfn. „Ég er svo ánægð að vera hér,“ sagði forsetafrúin í samtali við danska fjölmiðla. Hún mun reyna að sannfæra Alþjóðaólympíusambandið um að Chicago hljóti umboð til að halda Ólympíuleikana árið 2016.

Forsetafrúin vill gera allt sem í hennar valdi stendur svo rétturinn til að halda Ólympíuleikana renni ekki í skaut Rio de Janeiro. „Það er mikil vinna framundan, við tökum engu sem gefnu,“ segir Obama. Forsetinn, Barack Obama, er væntanlegur til Kaupmannahafnar á föstudag en þá fellur ákvörðun ólympíunefndarinnar. Aðrir keppinautar Chicago eru Ríó, Madríd og Tókíó.

Obama er fysti forseti Bandaríkjanna sem reynir að hafa áhrif á val ólympíunefndarinnar. Vera hans í Kaupmannahöfn þykir þó vera nokkur áhætta pólitískt séð, verði Chicago af möguleikanum yrði það vatn á myllu pólitískra andstæðinga hans í Bandaríkjunum.

Michelle kemur á Marriott-hótelið í Kaupmannahöfn.
Michelle kemur á Marriott-hótelið í Kaupmannahöfn. SCANPIX DENMARK
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sýndu öðrum tillitssemi og umburðarlyndi og þú munt fá þá framkomu endurgoldna þúsundfalt. Lærðu af reynslunni og mundu að ekki hafa allir sömu kímnigáfu og þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sýndu öðrum tillitssemi og umburðarlyndi og þú munt fá þá framkomu endurgoldna þúsundfalt. Lærðu af reynslunni og mundu að ekki hafa allir sömu kímnigáfu og þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir