Michelle í Kaupmannahöfn

00:00
00:00

Michelle Obama tek­ur nú á móti meðlim­um Alþjóðaólymp­íu­sam­bands­ins á Marriott-hót­el­inu í Kaup­manna­höfn. „Ég er svo ánægð að vera hér,“ sagði for­setafrú­in í sam­tali við danska fjöl­miðla. Hún mun reyna að sann­færa Alþjóðaólymp­íu­sam­bandið um að Chicago hljóti umboð til að halda Ólymp­íu­leik­ana árið 2016.

For­setafrú­in vill gera allt sem í henn­ar valdi stend­ur svo rétt­ur­inn til að halda Ólymp­íu­leik­ana renni ekki í skaut Rio de Jan­eiro. „Það er mik­il vinna framund­an, við tök­um engu sem gefnu,“ seg­ir Obama. For­set­inn, Barack Obama, er vænt­an­leg­ur til Kaup­manna­hafn­ar á föstu­dag en þá fell­ur ákvörðun ólymp­íu­nefnd­ar­inn­ar. Aðrir keppi­naut­ar Chicago eru Ríó, Madríd og Tókíó.

Obama er fysti for­seti Banda­ríkj­anna sem reyn­ir að hafa áhrif á val ólymp­íu­nefnd­ar­inn­ar. Vera hans í Kaup­manna­höfn þykir þó vera nokk­ur áhætta póli­tískt séð, verði Chicago af mögu­leik­an­um yrði það vatn á myllu póli­tískra and­stæðinga hans í Banda­ríkj­un­um.

Michelle kemur á Marriott-hótelið í Kaupmannahöfn.
Michelle kem­ur á Marriott-hót­elið í Kaup­manna­höfn. SCAN­PIX DEN­MARK
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Naut

Sign icon Þótt þú virðist sigla lygnan sjó máttu ekki sofna á verðinum því óðar en varir rís alda sem getur hvolft bátnum. Sýndu öðrum skilning.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sebastian Richel­sen
2
Lone Theils
3
Árni Þór­ar­ins­son og Páll Krist­inn Páls­son
4
Guðrún J. Magnús­dótt­ir
5
Jón­ína Leós­dótt­ir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Naut

Sign icon Þótt þú virðist sigla lygnan sjó máttu ekki sofna á verðinum því óðar en varir rís alda sem getur hvolft bátnum. Sýndu öðrum skilning.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sebastian Richel­sen
2
Lone Theils
3
Árni Þór­ar­ins­son og Páll Krist­inn Páls­son
4
Guðrún J. Magnús­dótt­ir
5
Jón­ína Leós­dótt­ir