Michelle í Kaupmannahöfn

Michelle Obama tekur nú á móti meðlimum Alþjóðaólympíusambandsins á Marriott-hótelinu í Kaupmannahöfn. „Ég er svo ánægð að vera hér,“ sagði forsetafrúin í samtali við danska fjölmiðla. Hún mun reyna að sannfæra Alþjóðaólympíusambandið um að Chicago hljóti umboð til að halda Ólympíuleikana árið 2016.

Forsetafrúin vill gera allt sem í hennar valdi stendur svo rétturinn til að halda Ólympíuleikana renni ekki í skaut Rio de Janeiro. „Það er mikil vinna framundan, við tökum engu sem gefnu,“ segir Obama. Forsetinn, Barack Obama, er væntanlegur til Kaupmannahafnar á föstudag en þá fellur ákvörðun ólympíunefndarinnar. Aðrir keppinautar Chicago eru Ríó, Madríd og Tókíó.

Obama er fysti forseti Bandaríkjanna sem reynir að hafa áhrif á val ólympíunefndarinnar. Vera hans í Kaupmannahöfn þykir þó vera nokkur áhætta pólitískt séð, verði Chicago af möguleikanum yrði það vatn á myllu pólitískra andstæðinga hans í Bandaríkjunum.

Michelle kemur á Marriott-hótelið í Kaupmannahöfn.
Michelle kemur á Marriott-hótelið í Kaupmannahöfn. SCANPIX DENMARK
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar