Tangó á heimsminjaskrá UNESCO

Tangódans.
Tangódans.

Menningarmálastofnun Sameinuðu þjóðanna, UNESCO, lýsti því yfir í dag að dansinn tangó hefði verið settur á heimsminjalista stofnunarinar. Þetta var ákveðið á fundi, sem nú stendur yfir í Abu Dhabi við Persaflóa.

Tangó á rætur sínar að rekja Búenos Aires  í Argentínu og Montevideo í Úrúgvæ og var fyrst dansaður þar í byrjun 20. aldar. Þessar höfuðborgir lögðu til við UNECSO að dansinn yrði settur á heimslista yfir menningarminjar.  Alls liggja 76 tillögur fyrir fundinum í Abu Dhabi og var þessi sú fyrsta sem var samþykkt.

Tangó tengist Rio de la Plata sem er á landamærum ríkjanna tveggja. Þar settust fátækir landnemar frá Evrópu og afkomendur fyrrum þræla frá Afríku að undir lok 19. aldar. Menning og siðir þessara hópa blandaðist og þróaðist og á endanum varð til sérstök menning.

Mörg tangólög voru samin og flutt við undirleik lítillar harmóníku, bandoneon, og textarnir voru á sérstakri mállísku, sem nefnd var lunfardo.  Þeir fjalla yfirleitt um ástarsorg og heimþrá, um fjölskyldutengsl og líf í úthverfum borga. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Samtal við einhvern þér eldri og vitrari, hugsanlega um heimspeki eða trúmál, getur orðið þér lærdómsríkt. Notaðu daginn til þess að sletta úr klaufunum, láta hugann reika og slappa af.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Samtal við einhvern þér eldri og vitrari, hugsanlega um heimspeki eða trúmál, getur orðið þér lærdómsríkt. Notaðu daginn til þess að sletta úr klaufunum, láta hugann reika og slappa af.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
5
Birgitta H. Halldórsdóttir