Tangó á heimsminjaskrá UNESCO

Tangódans.
Tangódans.

Menningarmálastofnun Sameinuðu þjóðanna, UNESCO, lýsti því yfir í dag að dansinn tangó hefði verið settur á heimsminjalista stofnunarinar. Þetta var ákveðið á fundi, sem nú stendur yfir í Abu Dhabi við Persaflóa.

Tangó á rætur sínar að rekja Búenos Aires  í Argentínu og Montevideo í Úrúgvæ og var fyrst dansaður þar í byrjun 20. aldar. Þessar höfuðborgir lögðu til við UNECSO að dansinn yrði settur á heimslista yfir menningarminjar.  Alls liggja 76 tillögur fyrir fundinum í Abu Dhabi og var þessi sú fyrsta sem var samþykkt.

Tangó tengist Rio de la Plata sem er á landamærum ríkjanna tveggja. Þar settust fátækir landnemar frá Evrópu og afkomendur fyrrum þræla frá Afríku að undir lok 19. aldar. Menning og siðir þessara hópa blandaðist og þróaðist og á endanum varð til sérstök menning.

Mörg tangólög voru samin og flutt við undirleik lítillar harmóníku, bandoneon, og textarnir voru á sérstakri mállísku, sem nefnd var lunfardo.  Þeir fjalla yfirleitt um ástarsorg og heimþrá, um fjölskyldutengsl og líf í úthverfum borga. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Menn líta til þín um lausn mála, þú veist að þú bregst ekki. Eftir nokkra daga færðu bestu fréttir lífs þíns.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Steindór Ívarsson
2
Carla Kovach
3
Kathryn Hughes
5
Kolbrún Valbergsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Menn líta til þín um lausn mála, þú veist að þú bregst ekki. Eftir nokkra daga færðu bestu fréttir lífs þíns.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Steindór Ívarsson
2
Carla Kovach
3
Kathryn Hughes
5
Kolbrún Valbergsdóttir