Noomi Rapace fær stórt kvikmyndahlutverk

Noomi Rapace í hlutverki Lisbeth Salander.
Noomi Rapace í hlutverki Lisbeth Salander.

Sænska leikkonan Noomi Rapace, sem leikur Lisbeth Salander í kvikmyndum eftir bókum Stieg Larssons, hefur fengið tilboð um að leika stórt hlutverk í alþjóðlegri spennumynd, sem verið er að undirbúa. Meðal annarra leikara eru Mads Mikkelsen, Harvey Keitel, Timothy Dalton och Elliot Gould.

„Þetta er frábært. Barthélémy Grossmann (leikstjóri myndarinnar) kom til Stokkhólms með handritið. Ég hafði ekki sjálf leitað eftir þessu hlutverki og þess vegna er auðveldara að koma inn í svona stóra alþjóðlega framleiðslu, einkum þegar leikstjórinn vill endilega hafa mann með," hefur Dagens Nyheter eftir Rapace.

Fram kemur að hún hefur átt fundi með leikstjóranum í París.

Myndin á að heita Clean out, er sögð vera svört hasarkómedía og fjalla um samvinnu ítölsku og rússnesku mafíunnar í New York við peningaþvætti. En þegar rússneskur milliliður er myrtur kemur til uppgjörs. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sýndu öðrum tillitssemi og umburðarlyndi og þú munt fá þá framkomu endurgoldna þúsundfalt. Lærðu af reynslunni og mundu að ekki hafa allir sömu kímnigáfu og þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sýndu öðrum tillitssemi og umburðarlyndi og þú munt fá þá framkomu endurgoldna þúsundfalt. Lærðu af reynslunni og mundu að ekki hafa allir sömu kímnigáfu og þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
4
Birgitta H. Halldórsdóttir