Stjörnur og hefðarfólk í Kaupmannahöfn

Michelle Obama sat við hliðina á Opruh Winfrey.
Michelle Obama sat við hliðina á Opruh Winfrey. Reuters

Ríka og fræga fólkið er nú statt í Kaupmannahöfn þar sem opnunarhátíð ársþings Alþjóðaólympíunefndarinnar (IOC) fór fram í Óperuhúsinu í kvöld. Michelle Obama, forsetafrú Bandaríkjanna, kom síðust, en fram kemur á vefnum spn.dk að hún hafi verið átta mínútum of sein.

Fram kemur að öryggisgæslan á svæðinu hafi verið gríðarlega mikil, enda mikið af hefðarfólki viðstatt.

Danska konungsfjölskyldan tók á móti gestunum, en auk Michelle Obama voru spjallþáttastjórnandinn Oprah Winfrey, knattspyrnumaðurinn Pelé, Luiz Inácio Lula da Silva, forseti Brasilíu, Jóhann Karl og Sofia, konungshjóns Spánar og José Luis Rodríguez Zapatero, forsætisráðherra Spánar á meðal erlendra gesta.

Alþjóðaólympíunefndin mun á laugardag taka ákvörðun um hvaða borg fær að halda sumarólympíuleikana árið 2016. Fjórar borgir eru eftir í þeirri baráttu: Chicago, Madrid, Tókýó og Rio de Janiero. Er það ástæðan fyrir því að fyrrgreindir þjóðhöfðingjar eru staddir í Kaupmannahöfn.

Von er á Barack Obama, Bandaríkjaforseta, í stutta heimsókn til borgarinnar í fyrramálið en hann ætlar að ávarða Alþjóðaólympíunefndina og reyna að sannfæra hana um að best sé að ólympíuleikarnir verði í Chicago. Michelle kona hans er formaður sendinefndar Chicago á fundinum.

Gestirnir hafa að vonum vakið athygli í Kaupmannahöfn síðustu daga og varð meðal annars uppi fótur og fit þegar Oprah Winfrey fór í gönguferð á Strikinu, kíkti í búðir og smakkaði danskt vínarbrauð.

Friðrik krónprins Dana og Mary krónrpinsessa létu sig ekki vanta.
Friðrik krónprins Dana og Mary krónrpinsessa létu sig ekki vanta. Reuters
Gestir koma til Óperuhússins.
Gestir koma til Óperuhússins. Reuters
Mary og Friðrik krónprins taka á móti spænsku konungshjónunum í …
Mary og Friðrik krónprins taka á móti spænsku konungshjónunum í Óperuhúsinu. Reuters
Margrét Danadrottning og Hinrik prins komu siglandi til Óperuhússons.
Margrét Danadrottning og Hinrik prins komu siglandi til Óperuhússons. Reuters
Friðrik krónprins og Mary krónprinsessa koma til setningarhátíðarinnar.
Friðrik krónprins og Mary krónprinsessa koma til setningarhátíðarinnar. Reuets
Michelle Obama kom aðeins of seint til setningarhátíðarinnar.
Michelle Obama kom aðeins of seint til setningarhátíðarinnar. Reuters
Margrét Danadrottning.
Margrét Danadrottning. Reuters
Jóhann Karl Spánarkonungur, Luiz Inácio Lula da Silva, forseti Brasilíu …
Jóhann Karl Spánarkonungur, Luiz Inácio Lula da Silva, forseti Brasilíu og Pelé voru allir viðstaddir setningarathöfnina. Reuters
Það var sungið og leikið í setningarathöfn 121. þings Alþjóðaólympíunefndarinnar …
Það var sungið og leikið í setningarathöfn 121. þings Alþjóðaólympíunefndarinnar í Kaupmannahöfn. Reuters
Michelle Obama og Oprah Winfrey við setningu fundar Alþjóðaólympíunefndarinnar í …
Michelle Obama og Oprah Winfrey við setningu fundar Alþjóðaólympíunefndarinnar í Óperuhúsinu í Kaupmannahöfn. Reuters
Oprah Winfrey ræðir við Richard Daley, borgarstjóra Chicago.
Oprah Winfrey ræðir við Richard Daley, borgarstjóra Chicago. Reuters
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Hugsanlegt er að þú verðir með hugmynd tengda tekjum og fjármálum á heilanum í dag. Gæfan er þér hliðholl í augnablikinu.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Unnur Lilja Aradóttir
3
Torill Thorup
4
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Hugsanlegt er að þú verðir með hugmynd tengda tekjum og fjármálum á heilanum í dag. Gæfan er þér hliðholl í augnablikinu.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Unnur Lilja Aradóttir
3
Torill Thorup
4
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir