Madonna ætlar aldrei að giftast aftur

Madonna er einstæð móðir.
Madonna er einstæð móðir. Reuters

Poppstjarnan Madonna var gestur hjá bandaríska spjallþáttastjórnandanum David Letterman í vikunni og þar tjáði hún honum að hún muni aldrei aftur giftast. Hún segist frekar vilja lenda undir lest heldur en að ganga að altarinu í þriðja sinn.

Madonna, sem er skilin við leikstjórann Guy Ritchie, viðurkenndi jafnframt að það sé ekki alltaf auðvelt að vera ein. 

„Þegar maður er einstætt foreldri þá þýðir það eiginlega að þú stjórnar öllu,“ sagði söngkonan, sem er 51 árs. „Þú getur ekki sagt: „Heyrðu, ætlar þú að baða börnin?“ Það er ekkert til að deila.“

Madonna gaf nýverið út plötuna Celebration, sem er með öllum smellunum hennar. Hún sagði við Letterman í gríni að hjónaband hennar og Ritchie, sem varði í átta ár, hefði aðeins enst út árin sem George W. Bush var forseti Bandaríkjanna.

Þá viðurkenndi Madonna að hún hefði aldrei heimsótt pítsustað í New York. Letterman brá því á það ráð að bjóða söngkonunni, sem er þekkt fyrir að borða heilsufæði, á veitingastað í nágrenninu, þar sem Madonna fékk sér pítsusneið.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Notaðu dagbókina þína, þú veist, þessa sem einhver keypti handa þér fyrir óralöngu. Maki þinn eykur tekjur sínar og fólk kemur til þín færandi hendi.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Notaðu dagbókina þína, þú veist, þessa sem einhver keypti handa þér fyrir óralöngu. Maki þinn eykur tekjur sínar og fólk kemur til þín færandi hendi.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar