Reynt að kúga fé út úr Letterman

David Letterman.
David Letterman. Reuters

Bandaríski spjallþáttarstjórnandinn David Letterman viðurkenndi í þætti sínum í gærkvöldi, að hann hefði átt í kynferðislegu sambandi við starfsmenn þáttarins og að hann hefði skýrt frá þessu þegar hann bar vitni fyrir rannsóknarkviðdómi vegna tilrauna um að kúga út úr honum fé.

„Mig langar að segja ykkur litla sögu," sagði Letterman. „Í morgun gerði ég nokkuð í fyrsta skipti á ævinni. Ég varð að fara niður í bæ og vitna fyrir rannsóknarkviðdómi... og segja honum frá öllum þeim undarlegu hlutum sem ég hef gert af mér."

Letterman, sem er 62 ára, sagðist hafa fengið pakka sendan fyrir þremur vikum frá einhverjum, sem sagðist hafa upplýsingar um framhjáhald sjónvarpsmannsins. Krafðist hann 2 milljóna dala en ella yrðu upplýsingarnar gerðar opinberar.

Letterman sagðist hafa leitað til saksóknaraembættisins á Manhattan í New York sem hóf rannsókn sem leiddi til handtöku. 

Í yfirlýsingu frá CBS sjónvarpsstöðinni segir, að stöðin hafi verið látin vita af því að lögreglurannsókn stæði yfir sem tengdist David Letterman og starfsmanni þáttarins 48 Hours, sem var handtekinn í kjölfarið og ákærður. 

Letterman sagðist hafa skýrt rannsóknarkviðdómnum frá því að hann hefði haft kynmök við konur, sem vinna við þátt hans.  „Þegar ég var spurður hvort það yrði ekki vandræðalegt ef það yrði opinbert svaraði ég: Það getur vel verið, einkum fyrir konurnar. Mér finnst að ég verði að vernda þetta fólk - ég þarf að vernda fjölskyldu mína," sagði Letterman. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú gerir miklar kröfur til sjálfs þín og annarra og setur sjálfum þér oft ströng skilyrði. Þú þrífst af skoðanaskiptum við starfsfélaga þína og leggur um leið þitt til þeirra mála.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Ragnar Jónasson
2
Harry Whittaker og Lucinda Riley
3
Sólveig Pálsdóttir
4
Jojo Moyes
5
Carin Gerhardsen
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú gerir miklar kröfur til sjálfs þín og annarra og setur sjálfum þér oft ströng skilyrði. Þú þrífst af skoðanaskiptum við starfsfélaga þína og leggur um leið þitt til þeirra mála.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Ragnar Jónasson
2
Harry Whittaker og Lucinda Riley
3
Sólveig Pálsdóttir
4
Jojo Moyes
5
Carin Gerhardsen