Jolie og Pitt í Sýrlandi

Angelina Jolie með börnum í Jaramana flóttamannabúðunum í Damaskus.
Angelina Jolie með börnum í Jaramana flóttamannabúðunum í Damaskus. Reuters

Angelina Jolie og Brad Pitt eru nú stödd í Damaskus í Sýrlandi á vegum Sameinuðu þjóðanna til að vekja athygli á hundruðum þúsunda íraskra flóttamanna sem þar búa. Þau heimsóttu á föstudag tvær íraskar fjölskyldur sem búa í einu fátækasta hverfi borgarinnar og hittu þar að auki forsetann Bashar al-Assad og eiginkonu hans.

„Flestir írösku flóttamannanna geta ekki snúið aftur til Írak vegna áfallsins sem þeir hafa upplifað þar, óvissunnar sem fylgir komandi kosningum, öryggismála og skorts á grunnþjónustu. Þeir þurfa því á áframhaldandi stuðningi alþjóðasamfélagsins að halda,“ sagði Jolie. „Það er ljóst að íbúar Sýrlands hafa alltaf sýnt fólki í neyð mikla gestrisni, þrátt fyrir erfiðleikana sem steðja að þeim sjálfum.“

Brad Pitt ræðir við íraskan flóttamann.
Brad Pitt ræðir við íraskan flóttamann. Reuters
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Hugsanlegt er að þú verðir með hugmynd tengda tekjum og fjármálum á heilanum í dag. Gæfan er þér hliðholl í augnablikinu.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Hugsanlegt er að þú verðir með hugmynd tengda tekjum og fjármálum á heilanum í dag. Gæfan er þér hliðholl í augnablikinu.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir