Yoko Ono blæs til tónleika

Friðarsúlan í Viðey
Friðarsúlan í Viðey mbl.is/RAX

Nk. föstudag verður kveikt á friðarsúlunni í Viðey og í tilefni af tendruninni mun ekkja Lennon og hugmyndasmiðurinn á bak við súluna, Yoko Ono, bjóða ókeypis ferðir til Viðeyjar 9.-11. október auk þess sem hún býður á tónleika til heiðurs Lennon í Listasafni Reykjavíkur - Hafnarhúsi á föstudaginn kl. 22.

Kveikt verður á ljósinu kl. 20 á föstudaginn, sem er fæðingardagur Lennons, og mun Hamrahlíðarkórinn syngja í Naustinu við Friðarsúluna. Eftir tendrun eru gestir hvattir til að koma við í Naustinu og skrifa á óskatré Yoko Ono. Samtímis verður dagskrá í Listasafninu þar sem tendrunin verður m.a. sýnd beint á tjaldi.  Að því loknu verður Bed In, heimildarmynd Yoko Ono um friðarbaráttu hennar og John Lennon, sýnd. Því næst verða sýndar stiklur úr Imagine Peace Tower, væntanlegri heimildarmynd Ara Alexanders Ergis um tilurð Friðarsúlunnar. Kl. 22 hefjast svo tónleikarnir og þar munu m.a. koma fram Jón Ólafsson, Eyþór Ingi, Egill Ólafsson, Björgvin Halldórsson, Helgi Björnsson, Páll Rósinkranz og KK. Kynnir verður Ólafur Páll Gunnarsson.

Yoko Ono hefur boðið Rauða krossi Íslands að standa fyrir fjársöfnun samhliða þessum viðburðum og leggur sömuleiðis til söfnunarinnar með beinum hætti. Söfnunarfénu verður varið i þágu fjölskyldna sem hafa orðið fyrir áföllum vegna efnahagsþrenginga undanfarinna mánaða.

Slökkt verður á friðarsúlunni 8. desember, á dánardægri Lennons.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sýndu öðrum tillitssemi og umburðarlyndi og þú munt fá þá framkomu endurgoldna þúsundfalt. Lærðu af reynslunni og mundu að ekki hafa allir sömu kímnigáfu og þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sýndu öðrum tillitssemi og umburðarlyndi og þú munt fá þá framkomu endurgoldna þúsundfalt. Lærðu af reynslunni og mundu að ekki hafa allir sömu kímnigáfu og þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
4
Birgitta H. Halldórsdóttir