Elizabeth Taylor í hjartaaðgerð

Elizabeth Taylor.
Elizabeth Taylor.

Kvikmyndaleikkonan Elizabeth Taylor þarf að gangast undir aðgerð til að láta lagfæra leka hjartaloku. Taylor sagði í færslu á samskiptavefnum Twitter að hún myndi gangast undir nýja tegund af aðgerð og þyrfti ekki að fara í opna hjartaaðgerð.

Taylor hefur átt við heilsuleysi að stríða undanfarin ár. Hún gekkst undir aðgerð árið 1997 til að láta fjarlægja heilaæxli og árið 2006 kom hún fram í sjónvarpi til að vísa á bug orðrómi um að hún hefði Alzheimer. 

Hún var flutt á sjúkrahús í Los Angeles sumarið 2008 en talsmaður hennar bar þá til baka fréttir um að hún hefði verið við dauðans dyr.  

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sýndu öðrum tillitssemi og umburðarlyndi og þú munt fá þá framkomu endurgoldna þúsundfalt. Lærðu af reynslunni og mundu að ekki hafa allir sömu kímnigáfu og þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sýndu öðrum tillitssemi og umburðarlyndi og þú munt fá þá framkomu endurgoldna þúsundfalt. Lærðu af reynslunni og mundu að ekki hafa allir sömu kímnigáfu og þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir