Breski rithöfundurinn Hilary Mantel hlaut í kvöld hin virtu Man Booker bókmenntaverðlaun fyrir bók sína Wolf Hall, sem er söguleg skáldsaga sem fjallar um Thomas Cromwell þegar hann var ráðgjafi Hinriks áttunda Englandskonungs.
Mantel skaut höfundum á borð við J.M. Coetzee og A.S. Byatt ref fyrir rass.
Þetta var tilkynnt við hátíðlega athöfn í London í kvöld.
„Ég get sagt ykkur það að á þessari stundu flýg ég glöð um loftin blá,“ sagði Mantel er hún tók við verðlaununum.