Fær Dylan Nóbelsverðlaunin?

Bob Dylan.
Bob Dylan.

Líklegast þykir, ef marka má breska veðbanka, að ísraelski rithöfundurinn Amos Oz  hljóti bókmenntaverðlaun Nóbels í ár. Hins vegar þykja líkur á að bandaríski tónlistarmaðurinn Bob Dylan hljóti verðlaunin, hafa aukist. Tilkynnt verður á morgun hver verðlaunahafinn verður. 

Á lista, sem veðbankinn Ladbrokes hefur birt yfir líklega vinningshafa, eru kunnugleg nöfn. Auk Oz eru Assia Djebar frá Alsír,  Joyce Carol Oates, Thomas Pynchon og Philip Roth frá Bandaríkjunum, Milan Kundera frá Tékklandi og Salman Rushdie frá Englandi ofarlega á listanum.

Amos Oz þykir vera á réttum Nóbelsaldri, að sögn danska blaðsins Berlingske Tidende en hann er sjötugur. Oz hefur verið mjög afkastamikill höfundur og auk skáldsagna hefur hann tekið virkan þátt í umræðu um þjóðmál og alþjóðamál. 

Bob Dylan er einnig á lista Ladbrokes en nafn hans hefur á undanförnum árum æ oftar verið nefnt sem hugsanlegs verðlaunahafa.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þrá eftir fullkomnun og óraunsæjar áætlanir eiga hug tvíburans allan um þessar mundir. Og það sem meira er, þetta er ekkert mál fyrir þig! Oftast viltu nefnilega það sama.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Torill Thorup
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þrá eftir fullkomnun og óraunsæjar áætlanir eiga hug tvíburans allan um þessar mundir. Og það sem meira er, þetta er ekkert mál fyrir þig! Oftast viltu nefnilega það sama.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Torill Thorup