Leituðu hjónabandsráðgjafar hjá miðli

Patrick Swayze.
Patrick Swayze. Reuters

Patrick Swayze og eiginkona hans Lisa Niemi ráðfærðu sig við miðil eftir að hafa gengið í gegnum hjónabandserfiðleika. Hjónin voru við það að skilja þegar þau leituðu hjálpar til að laga samband sitt.

Þetta kemur fram í æviminningabók Swayze, Time of My Life: „„Í hjarta mér er ég farin,“ játaði Lisa. En skyndilega fann ég fyrir mikilli ást í garð Lisu sem ég hafði ekki fundið fyrir í mörg ár. Við grétum og tárin skoluðu burt sársaukanum sem hafði stíað okkur í sundur. Við byrjuðum að tala saman, virkilega tala saman.“

Að því loknu skrifuðu hjónin „Ég mun gleyma fortíðinni“ 10 sinnum á blað sem þau grófu undir avókadótré. Swayze, sem var 57 ára, og Niemi, sem er 53 ára, höfðu verið gift í 34 þegar hann lést. Hjónabandserfiðleikar þeirra byrjuðu árið 2003, skömmu eftir að Swayze lauk tökum á myndinni One Last Dance. Swayze varð þunglyndur og byrjaði að drekka en hann hafði farið í meðferð 10 árum áður.

Swayze segir í bókinni að hann hafi byrjað aftur að drekka vegna þess að honum fannst hann ekki standa sig nógu vel og fljótlega missti hann tök á drykkjunni. Að lokum flutti Niemi út en þau tóku aftur saman árið 2004. Sambandið var þó stirt en eftir að þau leituðu til miðilsins ákváðu þau að gefa hjónabandinu annað tækifæri.

Ekki löngu síðar uppgötvaðist að Swayze væri með krabbamein í brisi. Skv. ónefndum heimildarmanni gerði krabbameinið þeim hjónum ljóst hve miklu þau höfðu að tapa. „Það var þá sem Lisa loksins fyrirgaf honum fyrir að láta henni líða svo illa.“

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Einsettu þér að halda jafnvægi á milli einkalífs og vinnunnar og þá koma hlutirnir af sjálfu sér. Ekki missa kjarkinn þó illa gangi að fjármagna verkefni.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Unnur Lilja Aradóttir
2
Jenny Colgan
3
Kathryn Hughes
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Torill Thorup
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Einsettu þér að halda jafnvægi á milli einkalífs og vinnunnar og þá koma hlutirnir af sjálfu sér. Ekki missa kjarkinn þó illa gangi að fjármagna verkefni.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Unnur Lilja Aradóttir
2
Jenny Colgan
3
Kathryn Hughes
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Torill Thorup