Hjólamenn í uppáhaldi

Hjólamenn eiga upp á pallborðið hjá breskum konum.
Hjólamenn eiga upp á pallborðið hjá breskum konum.

Bresk­ar kon­ur vilja frem­ur menn sem hjóla í frí­stund­um frek­ar en menn sem spila fót­bolta, ruðning, veiða á stöng eða stunda golf. Það er niðurstaða könn­un­ar á viðhorfi kvenna til karla sem stunda íþrótt­ir sér til heilsu­bót­ar.

Kon­ur voru beðnar að meta aðdrátt­ar­gildi karla sem vænt­an­legra maka eft­ir því hvaða íþrótt­ir þeir leggi stund á. Hjól­reiðar voru í sér­flokki eða hjá 36% kvenna. Til sam­an­b­urðar nefndu 17% fót­bolta og 14% ruðning.

Ekki er það aðskor­inn klæðnaður hjól­reiðamanna sem dreg­ur kon­ur að hjóla­mönn­um.Aðeins 7% þeirra sögðu hjóla­bún­inga hafa aðdrátt­ar­afl. Mun meira spenn­andi væri ruðnings­bún­ing­ur, sem 30% settu í efsta sæti, og tenn­is­föt.

Stang­veiðiföt; stíg­vél og vöðlur, hafa nær ekk­ert aðdrátt­ar­afl, ef marka má könn­un­ina, því aðeins 1% kvenna sögðu þann klæðnað aðlaðandi.

Á óvart kem­ur, að 44% kvenna sögðust helst vilja stefnu­mót í formi hjóla­t­úrs. Talið er að sú niðurstaða end­ur­spegli frem­ur þröngt val í könn­un­inni, því t.d. var ekki boðið upp á þann svar­mögu­leika, að stefnu­mót fari fram á veit­ingastað eða með bíó­ferð.

Í öðru sæti var versl­un­ar­ferð, eða hjá 29%, en fæst­ar kon­ur vildu eiga stefnu­mót í keilu­sal, eða aðeins 2%.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Vatnsberi

Sign icon Heppnin er með þér núna, svo virðist sem tekjur þínar muni aukast á næstu sex vikum. Reyndu að sýna þeim sem eru í kring um þig þolinmæði og umburðarlyndi.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sofie Sar­en­brant
2
Erla Sesselja Jens­dótt­ir
3
Árni Þór­ar­ins­son og Páll Krist­inn Páls­son
4
Jill Man­sell
5
Unni Lindell
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Vatnsberi

Sign icon Heppnin er með þér núna, svo virðist sem tekjur þínar muni aukast á næstu sex vikum. Reyndu að sýna þeim sem eru í kring um þig þolinmæði og umburðarlyndi.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sofie Sar­en­brant
2
Erla Sesselja Jens­dótt­ir
3
Árni Þór­ar­ins­son og Páll Krist­inn Páls­son
4
Jill Man­sell
5
Unni Lindell