Hjólamenn í uppáhaldi

Hjólamenn eiga upp á pallborðið hjá breskum konum.
Hjólamenn eiga upp á pallborðið hjá breskum konum.

Breskar konur vilja fremur menn sem hjóla í frístundum frekar en menn sem spila fótbolta, ruðning, veiða á stöng eða stunda golf. Það er niðurstaða könnunar á viðhorfi kvenna til karla sem stunda íþróttir sér til heilsubótar.

Konur voru beðnar að meta aðdráttargildi karla sem væntanlegra maka eftir því hvaða íþróttir þeir leggi stund á. Hjólreiðar voru í sérflokki eða hjá 36% kvenna. Til samanburðar nefndu 17% fótbolta og 14% ruðning.

Ekki er það aðskorinn klæðnaður hjólreiðamanna sem dregur konur að hjólamönnum.Aðeins 7% þeirra sögðu hjólabúninga hafa aðdráttarafl. Mun meira spennandi væri ruðningsbúningur, sem 30% settu í efsta sæti, og tennisföt.

Stangveiðiföt; stígvél og vöðlur, hafa nær ekkert aðdráttarafl, ef marka má könnunina, því aðeins 1% kvenna sögðu þann klæðnað aðlaðandi.

Á óvart kemur, að 44% kvenna sögðust helst vilja stefnumót í formi hjólatúrs. Talið er að sú niðurstaða endurspegli fremur þröngt val í könnuninni, því t.d. var ekki boðið upp á þann svarmöguleika, að stefnumót fari fram á veitingastað eða með bíóferð.

Í öðru sæti var verslunarferð, eða hjá 29%, en fæstar konur vildu eiga stefnumót í keilusal, eða aðeins 2%.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Einhver þér eldri og reyndari getur gefið þér góð ráð í dag. Mundu að það er fleiri ein leið að takmarkinu.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
2
Sofia Rutbäck Eriksson
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Sarah Morgan
5
Solja Krapu-Kallio
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Einhver þér eldri og reyndari getur gefið þér góð ráð í dag. Mundu að það er fleiri ein leið að takmarkinu.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
2
Sofia Rutbäck Eriksson
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Sarah Morgan
5
Solja Krapu-Kallio