Kunni ekki að meta Jackson-grínið

Harry Connick jr.
Harry Connick jr.

Bandaríska leikaranum og tónlistarmanninum Harry Connick jr., sem var gestur í áströlskum skemmtiþætti, var ekki skemmt þegar hópurinn Jackson-Jive steig á svið í þættinum. Félagarnir, sem herma eftir hinum frægu Jackson-bræðrum, stigu á svið með afróhárkollur og voru málaðir svartir í framan.

Connick jr. var gestadómari í þættinum Hey Hey It's Saturday í gær. Hann gaf Jackson-eftirhermunum núll stig í einkunn.

Hann sagði í lok þáttarins, sem má sjá brot úr hér, að ef hann hefði vitað að þetta atriði yrði í þættinum þá hefði hann ekki tekið þátt.

Að því er fram kemur á vef breska ríkisútvarpsins bað þáttastjórnandinn Daryl Somers Connick Jr. afsökunar í lok þáttarins, sem er sýndur í beinni útsendingu.

„Ég vil aðeins fá að segja það, fyrir hönd minnar þjóðar, að ég veit að þetta er gert í góðu gríni, en við höfum barist svo lengi fyrir því að láta þeldökkt fólk ekki líta út eins og fábjána, að þegar við sjáum eitthvað líkt þessu þá tökum við það nærri okkur,“ sagði Connick jr. við lok þáttarins.

Það skal tekið fram að ekki voru allir svartmálaðir í framan því sá sem lék Michael Jackson var með hvíta andlitsmálningu.

Anand Deva, forsprakki eftirhermusveitarinnar, segir að það hafi ekki verið ætlunin að særa einn eða neinn og bað hlutaðeigandi afsökunar.

Hann tók fram að hann væri sjálfur Indverji og að bakgrunnur fleiri liðsmanna væri fjölþjóðlegur.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sýndu öðrum tillitssemi og umburðarlyndi og þú munt fá þá framkomu endurgoldna þúsundfalt. Lærðu af reynslunni og mundu að ekki hafa allir sömu kímnigáfu og þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sýndu öðrum tillitssemi og umburðarlyndi og þú munt fá þá framkomu endurgoldna þúsundfalt. Lærðu af reynslunni og mundu að ekki hafa allir sömu kímnigáfu og þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir