Hjartaaðgerð á Taylor tókst vel

Unnin ljósmynd Andy Warhol af Elizabeth Taylor
Unnin ljósmynd Andy Warhol af Elizabeth Taylor Reuters

Kvikmyndaleikkonan Elizabeth Taylor hefur upplýst aðdáendur sína um það á Twitter samskiptavefnum að hjartaaðgerð sem hún fór í hafi tekist vel og hjartað sé betra en nokkru sinni fyrr. Laga þurfti leka hjartaloku. Fyrr í vikunni greindi hún frá því á Twitter að um nýja tegund af aðgerð væri að ræða og hún þyrfti ekki að fara í opna hjartaaðgerð.

Á Twitter þakkar Taylor, sem er 77 ára að aldri, aðdáendum sínum fyrir stuðninginn og segir að hann og bænir þeirra hafi hjálpað henni.

Taylor hefur átt við heilsuleysi að stríða undanfarin ár. Hún gekkst undir aðgerð árið 1997 til að láta fjarlægja heilaæxli og árið 2006 kom hún fram í sjónvarpi til að vísa á bug orðrómi um að hún hefði Alzheimer. 

Hún var flutt á sjúkrahús í Los Angeles sumarið 2008 en talsmaður hennar bar þá til baka fréttir um að hún hefði verið við dauðans dyr.  Á miðvikudag neitaði hún sögusögnum sem birst höfðu í fjölmiðlum um að hún væri með sykursýki.


mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Hugsanlegt er að þú verðir með hugmynd tengda tekjum og fjármálum á heilanum í dag. Gæfan er þér hliðholl í augnablikinu.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Unnur Lilja Aradóttir
3
Torill Thorup
4
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Hugsanlegt er að þú verðir með hugmynd tengda tekjum og fjármálum á heilanum í dag. Gæfan er þér hliðholl í augnablikinu.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Unnur Lilja Aradóttir
3
Torill Thorup
4
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir