Einn söngvaranna í Boyzone látinn

Stephen Gately, einn af félögunum í írsku söngsveitinni Boyzone fannst látinn á spænsku eyjunni Mallorca í gær þar sem hann var í leyfi með sambýlismanni sínum.

Fram kemur á vef BBC, að Gately, sem var 33 ára, hafi orðið bráðkvaddur í svefni.

Boyzone var stofnað árið 1992 eftir að  Louis Walsh auglýsti eftir ungmennum í söngsveit. Ronan Keating var aðalsöngvarinn en fimm aðrir piltar voru upphaflega í sveitinni, þar á meðal Gately sem var 17 ára.  Boyzone naut mikilla vinsælda á Írlandi og Bretlandseyjum og kom m.a. sex lögum í 1. sæti breska vinsældalistans á árunum 1994 til 2000 þegar sveitin hætti.

Boyzone kom síðan aftur saman á síðasta ári og hefur að undanförnu verið á tónleikaferðalagi.

Gately lýsti því yfir árið 1999 að hann væri samkynhneigður. Hann og Andy Cowles gengu í staðfesta samvist árið 2006. 

Boyzone. Gately er lengst til vinstri á myndinni.
Boyzone. Gately er lengst til vinstri á myndinni. AP
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sýndu öðrum tillitssemi og umburðarlyndi og þú munt fá þá framkomu endurgoldna þúsundfalt. Lærðu af reynslunni og mundu að ekki hafa allir sömu kímnigáfu og þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sýndu öðrum tillitssemi og umburðarlyndi og þú munt fá þá framkomu endurgoldna þúsundfalt. Lærðu af reynslunni og mundu að ekki hafa allir sömu kímnigáfu og þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir