Einn söngvaranna í Boyzone látinn

Stephen Gately, einn af félögunum í írsku söngsveitinni Boyzone fannst látinn á spænsku eyjunni Mallorca í gær þar sem hann var í leyfi með sambýlismanni sínum.

Fram kemur á vef BBC, að Gately, sem var 33 ára, hafi orðið bráðkvaddur í svefni.

Boyzone var stofnað árið 1992 eftir að  Louis Walsh auglýsti eftir ungmennum í söngsveit. Ronan Keating var aðalsöngvarinn en fimm aðrir piltar voru upphaflega í sveitinni, þar á meðal Gately sem var 17 ára.  Boyzone naut mikilla vinsælda á Írlandi og Bretlandseyjum og kom m.a. sex lögum í 1. sæti breska vinsældalistans á árunum 1994 til 2000 þegar sveitin hætti.

Boyzone kom síðan aftur saman á síðasta ári og hefur að undanförnu verið á tónleikaferðalagi.

Gately lýsti því yfir árið 1999 að hann væri samkynhneigður. Hann og Andy Cowles gengu í staðfesta samvist árið 2006. 

Boyzone. Gately er lengst til vinstri á myndinni.
Boyzone. Gately er lengst til vinstri á myndinni. AP
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Lífið leikur við þig þessa dagana og rómantíkin blómstrar. Hún er allra meina bót og byggir þig upp til frekari átaka.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Torill Thorup
3
Sofia Rutbäck Eriksson
4
Solja Krapu-Kallio
5
Sarah Morgan
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Lífið leikur við þig þessa dagana og rómantíkin blómstrar. Hún er allra meina bót og byggir þig upp til frekari átaka.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Torill Thorup
3
Sofia Rutbäck Eriksson
4
Solja Krapu-Kallio
5
Sarah Morgan
Loka