Enginn vill sjá þrýstnar konur

Lizzi Miller vakti mikla athygli fyrir þrýstnar línur sem ekki …
Lizzi Miller vakti mikla athygli fyrir þrýstnar línur sem ekki var reynt að fela

Þrýstnar konur eiga ekkert erindi á tískupallana, ef marka má hinn víðfræga þýska fatahönnuð Karl Lagerfeld, sem sagður er hafa fullyrt þetta eftir að þýskt tímarit tilkynnti að horuðum fyrirsætum yrði héðan af skipt út fyrir „alvöru konur“ á síðum blaðsins.

„Það vill enginn sjá þrýstnar konur,“ segir Lagerfeld. „Það eru bara feitar mæður með snakkpoka sem sitja fyrir framan sjónvarpið og kvarta yfir því að grönn módel séu ljót.“

Tískuheimurinn byggist að mati Lagerfeld á „draumum og tálsýnum“ og því finnst honum „út í hött“ sú hugmynd þýska kvennatímaritsins Brigitte að reiða sig ekki lengur á tággrannar tískufyrirsætur. 

Þessi stefnubreyting tímaritsins var tilkynnt í síðustu viku eftir að lesendur Brigitte kvörtuðu yfir því að þeir næðu engri tengingu við þær kvenímyndir sem kynntar væru á síðum blaðsins.

Stutt er síðan tímaritið Glamour vakti mikla athygli fyrir að birta myndir af hinni tvítugu „yfirstærðar“ fyrirsætu Lizzi Miller án þess að búið væri að fela á henni magann og aðrar náttúrulegar línur með photoshop.

Karl Lagerfeld er goðsögn í tískuheiminum en hann er harður …
Karl Lagerfeld er goðsögn í tískuheiminum en hann er harður á þeirri skoðun að þrýstnar konur eigi þangað ekkert erindi. mbl.is
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það eru oft einföldustu hlutir sem vefjast mest fyrir manni. Ef þú gengur fram af þeim munu þeir svara þér fullum hálsi. Mundu bara að ekki er allt sem sýnist.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Torill Thorup
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það eru oft einföldustu hlutir sem vefjast mest fyrir manni. Ef þú gengur fram af þeim munu þeir svara þér fullum hálsi. Mundu bara að ekki er allt sem sýnist.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Torill Thorup