Ný kynslóð í Dallas

Larry Hagman við Southfork búgarðinn sem öðlaðist frægð í Dallasþáttunum.
Larry Hagman við Southfork búgarðinn sem öðlaðist frægð í Dallasþáttunum.

Sjónvarpsdeild Warner Brothers hyggst blása lífi í góðkunningja okkar Íslendinga úr sápuóperunni Dallas. Reyndar vinnur annað fyrirtæki einnig að endurkomu Dallas en í formi kvikmyndar, New Regency, sem heyrir undir Twentieth Century Fox.

Warner gæti þó orðið fyrra til að vinna úr sápunni góðu því til stendur að gera framhaldshætti Dallas fyrir sjónvarpsstöðina TNT. Sú syrpa mun fjalla um afkvæmi J.R. Ewing og eiginkonu hans Sue Ellen, John Ross, og ættleiddan son Bobby og Pam Ewing, Christopher. Leikarar úr Dallas, þau Larry Hagman (J.R.), Linda Gray (Sue Ellen) og Patrick Duffy (Bobby), munu hafa ritað undir samninga um að leika í þáttunum nýju ef af gerð þeirra verður.

Fyrsta þáttaröð Dallas var sýnd árið 1978 og sú síðasta árið 1991. Þættirnir hafa verið þýddir á 67 tungumál og sýndir í yfir 90 löndum.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Hugsanlegt er að þú verðir með hugmynd tengda tekjum og fjármálum á heilanum í dag. Gæfan er þér hliðholl í augnablikinu.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Hugsanlegt er að þú verðir með hugmynd tengda tekjum og fjármálum á heilanum í dag. Gæfan er þér hliðholl í augnablikinu.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir