Uppnám vegna blæjulausrar fegurðardrottningar

Stefania Fernandez frá Venesúela, núverandi ungfú alheimur, krýndi Qory Sandioriva …
Stefania Fernandez frá Venesúela, núverandi ungfú alheimur, krýndi Qory Sandioriva ungfrú Indónesíu um helgina. AP

Klerkar í Acehhéraði í Indónesíu eru æfir vegna þess að 18 ára gömul stúlka, ættuð úr héraðinu, var um helgina valin ungfrú Indónesía en lokakeppnin fór fram í Jakarta. Stúlkan, sem heitir Qori Sandioriva, bar ekki andlitsblæju í keppninni og segja klerkarnir að hún hafi með því svikið uppruna sinn og smánað Aceh.

Aceh nýtur ákveðinnar sjálfstjórnar í Indónesíu og hefur tekið upp íslömsk sharialög að hluta. Er Aceh eina héraðið í Indónesíu, fjölmennasta múslimaríki heims, sem hefur innleitt þá löggjöf, sem er afar ströng.

Sandioriva fæddist í Jakarta en móðir hennar er frá Aceh. Vegna þeirra ættartengsla gat stúlkan tekið þátt í fegurðarsamkeppninni sem ungfrú Aceh.

En íslamskir klerkar í héraðinu segja að hún hefði átt að vera með blæju í keppninni í samræmi við hefðir í Aceh. Teung-ku Faisal Ali, framkvæmdastjóri klerkasambands Aceh, sagði við breska útvarpið BBC, að þeir sem koma fram fyrir hönd héraðsins verði að virða þau gildi sem þar eru höfð í heiðri.  

Búist er við að þessar deilur magnist að nýju á næsta ári þegar Sandioriva tekur þátt í keppninni ungfrú alheimur fyrir hönd Indónesíu.   

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar