Ferðamönnum með ævintýri í huga sækja nú í auknum mæli til Bólivíku þar sem þeim býðst ógleymanleg lífsreynsla á svifvængjum (e. paragliding) yfir Andesfjöllum.
Sportið er ekki fyrir lofthrædda en fyrir þá sem fá fiðring í magann við að svífa skýjum ofar er þetta hinn fullkomni staður til að njóta ævintýrisins. Talsmenn ferðaþjónustunnar í Bólivíu vonast til að ótrúlegt útsýnið yfir Andesfjöllin muni trekkja nýja tegund ferðamanna til landsins.
Þátttakendur taka tilhlaup ofan af fjallstindi þar sem kaldir og sterkir vindar Andesfjallanna grípa þá og lyfta þeim upp í yfir 4.000 metra hæð yfir sjávarmáli.