A-ha að hætta

Morten Harket, söngvari A-ha.
Morten Harket, söngvari A-ha.

Norska hljómsveitin A-ha lýsti því yfir í dag að hún ætli að hætta störfum eftir 25 ára samstarf.  „Við höfum í raun upplifað hið hið endanlega drengjasveitaævintýri," segir í yfirlýsingu, sem A-ha sendi frá sér.

Þar kemur einnig fram að þeir félagarnir geti nú varið tíma sínum til annarra mikilvægra hluta, svo sem mannúðarstarfa, stjórnmála eða hvers annars sem þeir kjósa.

A-ha átti nokkra alþjóðlega smelli á níunda áratug síðustu aldar, þar á meðal The Sun Always Shines On TV og Take On Me. Sveitin gaf nýlega út plötu, Foot Of The Mountain, sem komst í 5. sætið á breska breiðskífulistanum.

Vinsældir A-ha döluðu talsvert á tíunda áratugnum og árið 1993 lagðist sveitin í dvala í fimm ár. Bæði Morten Harket, söngvari A-ha og Paul Waaktaar-Savoy, gítarleikari, gáfu út sólóplötur á þessu tímabili.

A-ha segist ætla að fara í tónleikaferð áður en sveitin hættir. Lokatónleikarnir verða í Ósló 4. desember. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Hugsanlegt er að þú verðir með hugmynd tengda tekjum og fjármálum á heilanum í dag. Gæfan er þér hliðholl í augnablikinu.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Hugsanlegt er að þú verðir með hugmynd tengda tekjum og fjármálum á heilanum í dag. Gæfan er þér hliðholl í augnablikinu.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir