Flogið með lík Gately til Írlands

Keith Duffy, Ronan Keating, Mikey Graham og Shane Lynch minntust …
Keith Duffy, Ronan Keating, Mikey Graham og Shane Lynch minntust vinar síns Stephen Gately, áður en þeir yfirgáfu Mallorca og fylgdu félaga sínum til Írlands. Reuters

Lík Stephen Gately, sem var í strákasveitinni Boyzone, hefur verið flutt til til heimabæjar söngvarans á Írlandi. Félagar Gately fylgdu vini sínum til Írlands, en þeir lentu á flugvellinum í Dublin í dag. Í kvöld munu ættingjar og nánir vinir Gately koma saman til að minnast hans.

Á morgun verður Gately borinn til hinstu hvílu í St. Laurance O'Toole kirkju í Dublin.

Söngvarinn fannst látinn á heimili sínum í Mallorca í síðustu viku. Niðurstaða krufningar leiddi í ljós að hann lést af eðlilegum orsökum.

Áður en eftirlifandi liðsmenn Boyzone yfirgáfu Mallorca las Ronan Keating yfirlýsingu fyrir hönd félaga sinna, þeirra Mikey Graham, Shane Lynch og Keith Duffy. „Veröld okkar breyttist að eilífu sl. laugardag þegar við misstum vin okkar og bróðir.“

Keating þakkaði fyrir þann mikla hlýhug og stuðning sem fólk hafi bæði sýnt fjölskyldu Gately og vinum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þrá eftir fullkomnun og óraunsæjar áætlanir eiga hug tvíburans allan um þessar mundir. Og það sem meira er, þetta er ekkert mál fyrir þig! Oftast viltu nefnilega það sama.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Torill Thorup
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þrá eftir fullkomnun og óraunsæjar áætlanir eiga hug tvíburans allan um þessar mundir. Og það sem meira er, þetta er ekkert mál fyrir þig! Oftast viltu nefnilega það sama.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Torill Thorup