Mislukkuð ástarsambönd að baki

Emma Thompson
Emma Thompson Reuters

Breska leikkonan Emma Thompson segir að hún hafi fengið sinn skerf af misheppnuðum ástarsamböndum og að ástarsorg sé það sársaukafyllsta sem nokkur manneskja þarf að ganga í gegnum fyrir utan pyntingar.

Thomspon giftist Greg Wise árið 2003 en hún og leikarinn og leikstjórinn Kenneth Branagh skildu árið 1995. Hún segir að fátt sé jafn sárt og ástarsorg nema ef vera skyldi pyntingar Gestapo. En hún er sannfærð um að óheppninni sé lokið í ástarmálunum og er alsæl með eiginmanninn. Þau eiga saman tíu ára gamla dóttur Gaia og ættleiddan son,  Tindyebwa.

Í breska blaðinu Daily Telegraph er haft eftir henni að pör verði að gæta þess að rækta sambandið. Ekki leyfa því að reka á reiðanum þá sé voðinn vís. Munið að fara út að borða ef þið hafið ekki sést í einhvern tíma og farið reglulega á stefnumót.
 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þér er að takast að koma skikki á hlutina og átt hrós skilið fyrir allt það erfiði sem þú hefur lagt á þig. Mundu að vinir og vandamenn eru sú stoð sem gott er að hafa.
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þér er að takast að koma skikki á hlutina og átt hrós skilið fyrir allt það erfiði sem þú hefur lagt á þig. Mundu að vinir og vandamenn eru sú stoð sem gott er að hafa.
Loka