Ótrúlegar myndir af háskaför smábarns

Eftirlitsmyndavél á lestarstöð í Melbourne í Ástralíu myndaði í gær atburð sem hefði getað endað hræðilega. Þar sést móðir gleyma sér í stundarkorn með þeim afleiðingum að barnavagn rennur fram af brautarpalli og niður á brautarteinana. Á sama augnabliki verður vagninn fyrir lest.

Þegar móðirin áttaði sig reyndi hún að grípa í vagninn og öskraði, en það var um seinan. Lestin var hins vegar að hægja á sér og ýtti vagninum um 40 metra. Til allrar hamingju var barnið ekki laust í vagninum og fékk aðeins kúlu á höfuðið.

Það var flutt á sjúkrahús og að sögn lækna er líðan þess stöðug. Móðirin fékk hins vegar áfall og það mun væntanlega taka nokkurn tíma fyrir hana að jafna sig. 

Athygli vekur að þetta gerist degi eftir að lestarfyrirtæki hóf herferð til að hvetja foreldra og aðra forráðamenn til að gæta barna vel í námunda við lestir.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sýndu öðrum tillitssemi og umburðarlyndi og þú munt fá þá framkomu endurgoldna þúsundfalt. Lærðu af reynslunni og mundu að ekki hafa allir sömu kímnigáfu og þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sýndu öðrum tillitssemi og umburðarlyndi og þú munt fá þá framkomu endurgoldna þúsundfalt. Lærðu af reynslunni og mundu að ekki hafa allir sömu kímnigáfu og þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir