Fyrsta Bond illmennið látið

Sean Connery og Ursula Andress í myndinni Dr. No.
Sean Connery og Ursula Andress í myndinni Dr. No. mbl.is

Joseph Wiseman, leikarinn sem lék illmennið í fyrstu James Bond myndinni, er látinn 91 árs að aldri. Wiseman lék Dr. No í samnefndri Bond-mynd frá árinu 1962. Þar lék hann á móti Sean Connery í hlutverk James Bond og Ursulu Andress í hlutverki fyrstu Bond-stúlkunnar, Honey Rider. 

Wiseman fæddist í Montreal í Kanda árið 1918 en fluttist barn að aldri  til Bandaríkjanna. Hann gerði það gott sem sviðsleikari og lék m.a. í rómuðum sýningum á Anthony og Kleópötru sem og Lé konungu áður en hann reyndi fyrir sér í Hollywood.

Fyrsta hlutverk hans á hvíta tjaldinu sem vakti verulega athygli var í Viva Zapata þar sem mótleikari hans var enginn annar en Marlon Brando. Hann lék einnig með Burt Lancaster í The Unforgiven.

Frægastur varð Wiseman hins vegar fyrir hlutverk sitt sem Julius No, illmennið í samnefndi Bond mynd sem er  með málmhendi og lætur að lokum lífið í myndinni þegar hann hafnar í sjóðandi heitu vatni.

Að sögn Mörthu Graham Wiseman, dóttur Wiseman, vildi leikarinn hélst láta minnast sín fyrir sviðshlutverk sín. Seinasta hlutverk hans var í sviðsaðlögun á Judgment at Nuremberg á Broadway árið 2001. 


mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Einsettu þér að halda jafnvægi á milli einkalífs og vinnunnar og þá koma hlutirnir af sjálfu sér. Ekki missa kjarkinn þó illa gangi að fjármagna verkefni.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Unnur Lilja Aradóttir
2
Jenny Colgan
3
Kathryn Hughes
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Torill Thorup
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Einsettu þér að halda jafnvægi á milli einkalífs og vinnunnar og þá koma hlutirnir af sjálfu sér. Ekki missa kjarkinn þó illa gangi að fjármagna verkefni.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Unnur Lilja Aradóttir
2
Jenny Colgan
3
Kathryn Hughes
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Torill Thorup