Gerðu viðvart vegna heimsóknar Polanski

Roman Polanski.
Roman Polanski. Reuters

Yfirvöld í Sviss segjast hafa brugðist rétt við með því að gera bandarískum stjórnvöldum viðvart vegna heimsóknar leikstjórans Romans Polanski til Zurich.

AP-fréttastofan greinir frá því að þessi ábending hafi orðið til þess að hinn 76 ára gamli Polanski var handtekinn í síðasta mánuði vegna áratuga gamallar nauðgunarákæru. Fréttastofan segir að þetta komi fram í tölvupóstum sem hún hafi séð.

Folco Galli, talsmaður dómsmálaráðuneytisins í Sviss, segir í samtali við AP að svissnesk yfirvöld hafi spurt bandaríska embættismenn hvort handtökuskipun frá árinu 2005 væri enn í gildi. Svör hafi borist og því hafi yfirvöld í Sviss orðið að bregðast við.

Polanski var handtekinn í Zurich en hann kom til landsins frá Frakklandi til að veita verðlaunum viðtöku á kvikmyndahátíð í borginni.

Hann hefur verið eftirlýstur í Bandaríkjunum fyrir að hafa nauðgað barni og flúið Bandaríkin 1978.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Hugsanlegt er að þú verðir með hugmynd tengda tekjum og fjármálum á heilanum í dag. Gæfan er þér hliðholl í augnablikinu.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Hugsanlegt er að þú verðir með hugmynd tengda tekjum og fjármálum á heilanum í dag. Gæfan er þér hliðholl í augnablikinu.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir