Vill að Lindsay verði svipt sjálfræði

Lindsay Lohan.
Lindsay Lohan. Mario Anzuoni

Michael Lohan, faðir bandarísku leikkonunnar ungu Lindsay Lohan, segir dóttur sína hafa of greiðan aðgang að lyfseðilskyldum lyfjum, og það sé læknum og internetinu um að kenna hvernig komið sé fyrir henni. Hann vill láta svipta dóttur sína sjálfræði og hann sjái um mál hennar. Ummæli hans koma eftir að Lindsay fór fram á að nálgunarbann yrði sett á Michael.

Óhætt er að segja að Michael sé laus tungan þegar kemur að málefnum dóttur sinnar, en að undanförnu hefur hann haldið því fram að Lindsay eigi við alvarlega fíkn að stríða í lyfseðilskyld lyf. Hefur hann hlotið gagnrýni fyrir fró móður Lindsay.

Í viðtali við útvarpsþátt í Ástralíu sagðist Michael ekki ætla að gefast upp fyrr en Lindsay nær tökum á lífi sínu á ný. Hann telur að dæma ætti hana í eiturlyfjameðferð, og skoðar alvarlega þann möguleika að fara fram á að Lindsay verði svipt sjálfræði.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Einsettu þér að halda jafnvægi á milli einkalífs og vinnunnar og þá koma hlutirnir af sjálfu sér. Ekki missa kjarkinn þó illa gangi að fjármagna verkefni.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Unnur Lilja Aradóttir
2
Jenny Colgan
3
Kathryn Hughes
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Torill Thorup
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Einsettu þér að halda jafnvægi á milli einkalífs og vinnunnar og þá koma hlutirnir af sjálfu sér. Ekki missa kjarkinn þó illa gangi að fjármagna verkefni.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Unnur Lilja Aradóttir
2
Jenny Colgan
3
Kathryn Hughes
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Torill Thorup