REM og Pearl Jam gegn Guantanamo

Liðsmenn REM styðja lokun Guantanamo.
Liðsmenn REM styðja lokun Guantanamo. Reuters

Rokksveitirnar Pearl Jam og REM hafa tekið höndum saman með fleiri tónlistarmönnum sem styðja Barack Obama, forseta Bandaríkjanna, í því að loka Guantanamo-fangabúðum Bandaríkjahers á Kúbu.

Auk tónlistarmannanna styðja fyrrum herforingjar herferðina, sem kallast The National Campaign to Close Guantanamo. Henni var hleypt af stokkunum í fyrradag. 

Margir listamannanna eru afar ósáttir við að herinn hafi notað þeirra tónlist við yfirheyrslur í fangabúðunum.

George Little, talsmaður bandarísku leyniþjónustunnar (CIA), segir að tónlistin hafi aðeins verið notuð í öryggisskyni, en ekki til að refsa föngum. 

„Undanfarin 30 ár höfum við stutt friðar- og mannréttindamál. Að fá þær fréttir að tónlist vina okkar hafi verið notuð sem pyntingartól, án þeirra samþykki eða vitundar, er hræðilegt. Þetta er and-amerískt, punktur,“ segir í yfirlýsingu frá REM.

Meðal annarra listamanna sem styðja málefnið eru Jackson Browne, Steve Earle, Roseanne Cash, Billy Bragg, Bonnie Raitt og rokkararnir í Rage Against The Machine.

Þjóðskjalasafn Bandaríkjanna í Washington hefur farið fram á það fyrir hönd listamannanna að fá í hendur leyniskýrslur, þar sem fjallað er um það hvernig hávær tónlist sé notuð við yfirheyrslur.

Eddie Vedder og félagar í Pearl Jam leggja sín lóð …
Eddie Vedder og félagar í Pearl Jam leggja sín lóð á vogarskálarnar. Reuters
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það eru oft einföldustu hlutir sem vefjast mest fyrir manni. Ef þú gengur fram af þeim munu þeir svara þér fullum hálsi. Mundu bara að ekki er allt sem sýnist.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Torill Thorup
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það eru oft einföldustu hlutir sem vefjast mest fyrir manni. Ef þú gengur fram af þeim munu þeir svara þér fullum hálsi. Mundu bara að ekki er allt sem sýnist.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Torill Thorup