Gáfu kærleikskerti í skjóli nætur

Kærleikshópurinn kætir íbúa Patreksfjarðar með litlum gjöfum og gjörningum. Hann …
Kærleikshópurinn kætir íbúa Patreksfjarðar með litlum gjöfum og gjörningum. Hann hefur engin deili gefið á sér. Skapti Hallgrímsson

„Settu vatn í skál og kertið ofan í, sestu svo niður á rólegum stað og tendraðu ljósið, fyrir vonina, trúna og kærleikann,“ segir í bréfi kærleikshópsins dularfulla á Patreksfirði, en íbúar vöknuðu upp við það í gærmorgun að búið var að koma fyrir fallegri gjöf við hús þeirra eða bíla.

Kærleikshópurinn hefur alloft veitt sveitungum sínum gleði og umhyggju með litlum gjöfum á borð við þessa við mikla ánægju bæjarbúa. Í þetta skiptið gaf hópurinn rauð hjartakerti, að því segir á fréttavef Patreksfjarðar, patreksfjordur.is.

Í orðsendingu með kertinu segir að eftir að ljósið hefur verið tendrað eigi að halla aftur höfði. loka augunum og senda fallegar hugsanir til fjölskyldu, vina, ættingja og allra þeirra sem þurfa á hlýjum hugsunum að halda.
„Með þessu fyllum við loftið af kærleika og umhyggju fyrir náunganum. Kærleikurinn er ljósið sem býr í hjarta þínu og höfum það að leiðarljósi að kærleikur er að gefa þeim sem þarfnast.“

Hópurinn hefur ekki komið fram opinberlega og fáir vita hverjir standa að baki honum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sýndu öðrum tillitssemi og umburðarlyndi og þú munt fá þá framkomu endurgoldna þúsundfalt. Lærðu af reynslunni og mundu að ekki hafa allir sömu kímnigáfu og þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sýndu öðrum tillitssemi og umburðarlyndi og þú munt fá þá framkomu endurgoldna þúsundfalt. Lærðu af reynslunni og mundu að ekki hafa allir sömu kímnigáfu og þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
4
Birgitta H. Halldórsdóttir