Hræódýr í framleiðslu en malar gull

Oren Peli
Oren Peli

Góð markaðssetn­ing og mikið um­tal skilaði fram­leiðend­um hryll­ings­mynd­ar­inn­ar Paranormal Acti­vity 22 millj­ón­um Banda­ríkja­dala í kass­ann um helg­ina en frá því mynd­in var frum­sýnd ný­verið hef­ur hún halað inn 62 millj­ón­um dala sem er dágóð fjár­hæð fyr­ir mynd sem kostaði 11 þúsund dali í fram­leiðslu.

Paranormal Acti­vity var vin­sæl­asta kvik­mynd­in vest­an­hafs um helg­ina öll­um að óvör­um en mynd­in hef­ur ein­ung­is verið sýnd í Norður-Am­er­íku hingað til.

Má segja að leik­stjóri mynd­ar­inn­ar, Oren Peli, hafi þar með fetað í fót­spor fram­leiðanda The Bla­ir Witch Proj­ect sem sló held­ur bet­ur í gegn árið 1999.

Líkt og Bla­ir Witch þá þykir Paranormal ein­föld og áhrifa­rík ef marka má skrif AFP frétta­stof­unn­ar. En það er ekki eins og mynd­in sé ný af nál­inni þó hún hafi ekki ratað fyrr í kvik­mynda­hús fyrr en nú en tök­ur fóru fram árið 2006. 


mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Ljón

Sign icon Allt virðist vaxa þér í augum og fara í taugarnar á þér og að sjálfsögðu nærðu ekki tökum á neinu. Leitaðu leiða til að fegra umhverfi þitt.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sofie Sar­en­brant
2
Erla Sesselja Jens­dótt­ir
3
Árni Þór­ar­ins­son og Páll Krist­inn Páls­son
4
Jill Man­sell
5
Unni Lindell
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Ljón

Sign icon Allt virðist vaxa þér í augum og fara í taugarnar á þér og að sjálfsögðu nærðu ekki tökum á neinu. Leitaðu leiða til að fegra umhverfi þitt.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sofie Sar­en­brant
2
Erla Sesselja Jens­dótt­ir
3
Árni Þór­ar­ins­son og Páll Krist­inn Páls­son
4
Jill Man­sell
5
Unni Lindell