Hópur aðdáenda Michaels Jacksons ætla að mótmæla frumsýningu nýrrar kvikmyndar þar sem fjallað er um síðustu vikurnar í lífi söngvarans. Adáendurnir halda því fram að í myndinni sé ekkert sýnt hvernig heilsa Jacksons fari versnandi.
Mótmælendurnir ætla m.a. að dreifa bæklingum þar sem myndin, sem heitir This Is It, verður frumsýnd. Síðastu tónleikaæfingar Jacksons, sem fram fóru í Los Angeles í sumar, voru teknar upp og eru bútarnir notaðir í myndina.
Fámennur hópur dyggustu aðdáenda Jacksons segjast hafa með eigin augum hvernig heilsu popparans hafi hraka mikið, að því er fram kemur á fréttavef BBC.
„Nokkrum vikum áður en hann lést þá sáum við miklar breytingar á honum,“ segir Talin Shajanian, sem býr í Los Angeles. Hún er ein af þeim fjölmörgu sem biðu fyrir utan tónleikahöllina þar sem Jackson bjó sig undir tónleikaröð sína í O2 höllinni í London.
Hún hefur fylgt Jackson eftir frá árinu 2003 og segist hafa áunnið sér traust hans. Hún ásamt nokkrum öðrum aðdáendum hafi reglulega hitt og rætt við popparann.