Írska rokkhljómsveitin U2 ætlar að halda ókeypis tónleika fyrir framan Brandenburgarhliðið í Berlín til að minnast þess að 20 ár eru liðin frá falli Berlínarmúrsins.
Tónleikarnir munu fara fram 5. nóvember nk. og er hluti af verðlaunahátíð MTV-sjónvarpsstöðvarinnar í Evrópu, sem mun fara fram í borginni. Þetta kemur fram á vef BBC.
U2 flutti til Berlínar árið 1990 og þeim tíma breyttist hljómur sveitarinnar, eins og meistaraverkið Achtung Baby ber glöggt vitni. Platan var tekin upp í Hansa-hljóðverinu í borginni.
Hægt verður að nálgast miða að tónleikana á vef U2 og MTV.