Uppselt á jólatónleika Björgvins - aukatónleikum bætt við

Páll Óskar ásamt Björgvini Halldórssyni á jólatónleikunum í fyrra.
Páll Óskar ásamt Björgvini Halldórssyni á jólatónleikunum í fyrra. mbl.is/Eggert

 Sala á jólatónleika Björgvins Halldórssonar, sem fara fram 5. desember í Laugardalshöll, hófst kl. 10 í morgun og er strax orðið uppselt. Aukatónleikum hefur því verið bætt við sama dag kl. 16, en kvöldtónleikarnir hefjast kl. 21. Þetta er þriðja árið í röð sem tónleikarnir, sem nefnast Jólagestir Björgvins, verða haldnir.

 Miðasala á aukatónleikana er hafin og er miðaverð og svæðaskipting sú sama og er um kvöldið. Að sögn skipuleggjenda verður umgjörðin glæsileg og með Björgvini kemur fram stórskotalið hljóðfæraleikara og söngvara, strengjasveit, karla- barna og gospelkórar. Miðaverði er haldið í lágmarki og er óbreytt frá síðustu tveimur árum. Verðsvæðin eru fjögur þannig að allir ættu að geta fundið staðsetningu og verðbil við hæfi.

Meðal gesta eru Borgardætur, Diddú, Egill Ólafsson, Helgi Björnsson, Krummi, Laddi, Páll Óskar, Raggi Bjarna, Savanna tríóið, Sigríður & Högni úr Hjaltalín og Þú og ég.  

Tæplega 20 þúsund manns hafa mætt á Jólagestina síðastliðin tvö ár og yfirleitt komast færri að en vilja.

Nánari upplýsingar hér.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Hugsanlegt er að þú verðir með hugmynd tengda tekjum og fjármálum á heilanum í dag. Gæfan er þér hliðholl í augnablikinu.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Unnur Lilja Aradóttir
3
Torill Thorup
4
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Hugsanlegt er að þú verðir með hugmynd tengda tekjum og fjármálum á heilanum í dag. Gæfan er þér hliðholl í augnablikinu.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Unnur Lilja Aradóttir
3
Torill Thorup
4
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir