Abramovich og fylgdarlið át og drakk fyrir sex milljónir

Roman Abramovich ásamt unnustunni, Daria Zhukova, að fylgjast með liði …
Roman Abramovich ásamt unnustunni, Daria Zhukova, að fylgjast með liði Abramovich, Chelsea. Reuters

Rússneski milljarðarmæringurinn og eigandi knattspyrnuliðsins Chelsea, Roman Abramovich, snæddi ásamt níu manna fylgdarliði á veitingastaðnum Nello's í New York í gærkvöldi. Það væri ekki í frásögur færandi nema fyrir þær sakir að reikningurinn nam 47.200 dollurum, tæpum sex milljónum króna.

Slúðurvefmiðillinn TMZ greinir frá kvöldmáltíð Abramovich og hefur reikninginn undir höndum. Á honum má sjá gestirnir gríðarlega dýran mat og supu á enn dýrari vínum. Einnig kemur fram á vefmiðlinum að Abramovich hafi skilið eftir auka þjórfé upp á fimm þúsund dollara, um 625 þúsund krónur.

Abramovich og fylgdarlið gerði því töluvert betur við sig en tónlistarmaðurinn Jay-Z á dögunum, en hann greiddi 1,700 dollara, eða ríflega 200 þúsund krónur, fyrir hádegismat á sama stað.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar