Það var góður sprettur sem Hulda Bjarkar Gylfadóttir tók í Sporthúsinu í Kópavogi í gær þegar hún reri 103 km og sló þar með Íslandsmet.
Enginn hefur áður róið svo langt og lengi, en hún var ellefu klukkustundir „undir árum“.
Í leiðangurinn fór hún til styrktar verðugu málefni, sem er baráttan gegn brjóstakrabbameini.