Ungur fótboltaaðdáandi klæddur eins og kind, hlaut alvarleg brunasár á höndum og fótum þegar kveikt var í honum í lest á milli Aberdeen og Edinborgar í Skotlandi.
Aðdáendur Aberdeen liðsins sögðu manninn hafa hlaupið brennandi um vagninn meðan aðrir reyndu að slökkva eldinn með því að skvetta á hann bjór en fyrir þá sem til þekkja má líkja því við að kasta olíu á eld þar sem áfengi er jú eldfimt.
Annar maður meiddist einnig lítillega en sá sem fyrir brunanum varð liggur á sjúkrahúsi og er líðan hans sögð stöðug.
Um borð í lestinni voru aðdáendur Aberdeen liðsins á leið heim en margir voru klæddir sem kindur.
Einn maður var handtekinn vegna íkveikjunnar.