Bandaríski tónlistarmaðurinn John Mayer var gripinn nýverið við öryggisleit á JFK flugvellinum í New York. Mayer var með lítinn vasahníf á sér sem ekki er heimilt að fara með um borð í flugvél. Í stað þess að gera hnífinn upptækan afhenti öryggisvörðurinn Mayer hnífinn sem fékk hann aðstoðarmanni sínum.
Greint er frá þessu í bandarískum slúðurvefmiðlum. Einnig að öryggisverðinum hafi þótt svo mikið til þess koma að fá að leita á John Mayer, að hann hafi brotið verklagsreglur og afhent Mayer hnífinn aftur. Tók hann að vísu af Mayer loforð um að hann færi ekki með hann um borð.
Ekki liggur fyrir hvers vegna Mayer ætlaði að fara með hníf um borð í flugvélina.