Jackson vinsælastur vestanhafs

Michael Jackson er sívinsæll.
Michael Jackson er sívinsæll. Reuters

Kvikmyndin This Is It, sem segir frá síðustu tónleikaæfingum Michaels Jacksons, fór beint á toppinn yfir vinsælustu kvikmyndirnar vestanhafs um helgina. Myndin þénaði 21,3 milljónir dala um helgina, en hún var frumsýnd 28. október á heimsvísu. Á fimm dögum hefur hún náð að hala inn 101 milljón dala.

Forsvarsmenn Columbia Pictures hyggjast framlengja sýningartímann í Norður-Ameríku til 29. nóvember, en upphaflega stóð til að sýna myndina aðeins í tvær vikur.

Hrollvekjan Paranormal Activity féll í annað sætið með 16,5 milljónir dala. Myndin, sem var gerð fyrir lítið fé, hefur nú þénað tæpar 85 milljónir dala á sex vikum.

Hasarmyndin Law Abiding Citizen með  Gerard Butler hafnaði í þriðja sæti og gamanmyndin Couples Retreat í því fjórða.

Listinn yfir 10 vinsælustu myndirnar á vef IMDB.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Valdabarátta og persónuleg átök ríða húsum á vinnustað þínum. Máttarvöld heimsins, til dæmis foreldrar, sjá ekki sólina fyrir þér.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Valdabarátta og persónuleg átök ríða húsum á vinnustað þínum. Máttarvöld heimsins, til dæmis foreldrar, sjá ekki sólina fyrir þér.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
5
Birgitta H. Halldórsdóttir