Kvikmynd um Múhameð spámann í smíðum

Rúmur milljarður jarðarbúa eru íslamstrúar.
Rúmur milljarður jarðarbúa eru íslamstrúar. Reuters

Stórmynd um Múhameð spámann er á teikniborðinu, en Barrie Osbourne, sem framleiddi myndirnar um Hringadróttinssögu og The Matrix, er sagður ætla að framleiða kvikmyndina um spámanninn.

Hann segir í samtali við Reuters að um alþjóðlega stórmynd sé að ræða, sem sé ætlað að brúa bilið á milli ólíkra menningarheima.

Samkvæmt íslömskum reglum má ekki sýna myndir af spámanninum. Múslímar telja slíkt vera guðlast.

Tökur á myndinni, sem verður á ensku, munu hefjast árið 2011, en framleiðslukostnaðurinn er sagður nema 150 milljónum dala.   

Fyrirtækið Alnoor Holdings í Katar, sem stendur á bak við framleiðsluna, segist vilja fá alþjóðlegar stjörnur í aðalhlutverkin.

„Myndin mun fræða fólk um sannleikann um íslam,“ segir Osborne.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar