Kvikmynd um Múhameð spámann í smíðum

Rúmur milljarður jarðarbúa eru íslamstrúar.
Rúmur milljarður jarðarbúa eru íslamstrúar. Reuters

Stórmynd um Múhameð spámann er á teikniborðinu, en Barrie Osbourne, sem framleiddi myndirnar um Hringadróttinssögu og The Matrix, er sagður ætla að framleiða kvikmyndina um spámanninn.

Hann segir í samtali við Reuters að um alþjóðlega stórmynd sé að ræða, sem sé ætlað að brúa bilið á milli ólíkra menningarheima.

Samkvæmt íslömskum reglum má ekki sýna myndir af spámanninum. Múslímar telja slíkt vera guðlast.

Tökur á myndinni, sem verður á ensku, munu hefjast árið 2011, en framleiðslukostnaðurinn er sagður nema 150 milljónum dala.   

Fyrirtækið Alnoor Holdings í Katar, sem stendur á bak við framleiðsluna, segist vilja fá alþjóðlegar stjörnur í aðalhlutverkin.

„Myndin mun fræða fólk um sannleikann um íslam,“ segir Osborne.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sýndu öðrum tillitssemi og umburðarlyndi og þú munt fá þá framkomu endurgoldna þúsundfalt. Lærðu af reynslunni og mundu að ekki hafa allir sömu kímnigáfu og þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sýndu öðrum tillitssemi og umburðarlyndi og þú munt fá þá framkomu endurgoldna þúsundfalt. Lærðu af reynslunni og mundu að ekki hafa allir sömu kímnigáfu og þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
4
Birgitta H. Halldórsdóttir