Levi-Strauss látinn

Claude Lévi-Strauss.
Claude Lévi-Strauss.

Franski mannfræðingurinn Claude Lévi-Strauss er látinn, 100 ára að aldri, að sögn útgefanda hans.  Lévi-Strauss hafði með verkum sínum veruleg áhrif á hugmyndafræði Vesturlanda og var stundum nefndur faðir strúktúralismans.

Lévi-Strauss var menntaður heimspekingur en vakti mikla athygli þegar bók hans, Tristes Tropiques, kom út árið 1955. Bókin fjallar um ferðir Lévi-Strauss og rannsóknir á þjóðflokkum á Amazonsvæðinu í Suður-Ameríku og er talin vera eitt af grundvallarbókmenntaritum 20. aldar.

Lévi-Strauss leitaðist við í verkum sínum að afhjúpa hin leyndu, ósjálfráðu eða frumstæðu hugsanamynstur, sem talið er að ráði menningu og samskiptum. Strúktúalismi var einnig, að sögn Lévi-Strauss, leit að óvæntu samræmi.

Hann komst meðal annars að þeirri niðurstöðu, að enginn grundvallar munur væri á trúarbrögðum og hugmyndakerfum svokallaðra frumstæðra þjóðflokka og nútímalegra vestrænna samfélaga.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert að uppgötva nýja hluti og þarft að gefa þér tíma til að njóta þeirra sem best þú getur. Þú átt á hættu að vera misskilinn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert að uppgötva nýja hluti og þarft að gefa þér tíma til að njóta þeirra sem best þú getur. Þú átt á hættu að vera misskilinn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar