Levi-Strauss látinn

Claude Lévi-Strauss.
Claude Lévi-Strauss.

Franski mannfræðingurinn Claude Lévi-Strauss er látinn, 100 ára að aldri, að sögn útgefanda hans.  Lévi-Strauss hafði með verkum sínum veruleg áhrif á hugmyndafræði Vesturlanda og var stundum nefndur faðir strúktúralismans.

Lévi-Strauss var menntaður heimspekingur en vakti mikla athygli þegar bók hans, Tristes Tropiques, kom út árið 1955. Bókin fjallar um ferðir Lévi-Strauss og rannsóknir á þjóðflokkum á Amazonsvæðinu í Suður-Ameríku og er talin vera eitt af grundvallarbókmenntaritum 20. aldar.

Lévi-Strauss leitaðist við í verkum sínum að afhjúpa hin leyndu, ósjálfráðu eða frumstæðu hugsanamynstur, sem talið er að ráði menningu og samskiptum. Strúktúalismi var einnig, að sögn Lévi-Strauss, leit að óvæntu samræmi.

Hann komst meðal annars að þeirri niðurstöðu, að enginn grundvallar munur væri á trúarbrögðum og hugmyndakerfum svokallaðra frumstæðra þjóðflokka og nútímalegra vestrænna samfélaga.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sýndu öðrum tillitssemi og umburðarlyndi og þú munt fá þá framkomu endurgoldna þúsundfalt. Lærðu af reynslunni og mundu að ekki hafa allir sömu kímnigáfu og þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sýndu öðrum tillitssemi og umburðarlyndi og þú munt fá þá framkomu endurgoldna þúsundfalt. Lærðu af reynslunni og mundu að ekki hafa allir sömu kímnigáfu og þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
4
Birgitta H. Halldórsdóttir