Fegurðardrottning stígur af stóli

Rachel Christie fegurðardrottningin sem sté af stóli.
Rachel Christie fegurðardrottningin sem sté af stóli. Miss England

Ungfrú England, Rachel Christie, hefur stigið af stóli fegurðardrottningar í viðleitni sinni til að hreinsa nafn sitt. Hún er sökuð um að hafa lent í handalögmálum við aðra fegurðardrottningu og keppinaut.

Christie er vænd um að hafa raðist á ungfrú Manchester en þær munu hafa tekist á um eftirsóknarvert sjónvarpshlutverk persónunnar Tornado. Christie var handtekin grunuð um líkamsárás. 

Christie er 21 árs gömul og er frænka Linford Christie sem vann ólympíugull í 100 metra hlaupi. Rachel Christie er sjálf íþróttakona og keppir í frjálsum íþróttum. Hún varð fyrst þeldökkra kvenna til að hampa titlinum Ungfrú England þegar hún var kjörin í júlí síðastliðnum. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar