Í hita leiksins kviknaði í

Karl Ágúst Úlfsson og Sigurður Sigurjónsson í hlutverkum sínum.
Karl Ágúst Úlfsson og Sigurður Sigurjónsson í hlutverkum sínum. Ljósmynd/Grímur Bjarnason

Leik­hús­gest­ir urðu svo sann­ar­lega fyr­ir óvæntri uppá­komu þegar kviknaði í und­ir sviðinu þar sem verið var að leika sýn­ing­una Harry og Heimi á Litla sviði Borg­ar­leik­húss­ins í gær­kvöldi.  Þegar Örn Árna­son til­kynnti áhorf­end­um hvers kyns var héldu marg­ir að þetta væri bara hluti af leikn­um, enda leik­ar­arn­ir stöðugt að bregða sér úr og í hlut­verk og tala beint til áhorf­enda. 

„Það vildi svo til að við vor­um ein­mitt að leika atriði þar sem verður mik­ill elds­voði í verk­inu. Þá veitt­um við því at­hygli að það var allt í einu miklu meiri reyk­ur á sviðinu held­ur en við átt­um von á og önn­ur lykt af hon­um. Þannig að það reynd­ist ekki allt vera með felldu og meira en gamla góða reyk­vél­in okk­ar sem var að verki,“ seg­ir Karl Ágúst Úlfs­son sem leik­ur í sýn­ing­unni ásamt Erni Árna­syni og Sig­urði Sig­ur­jóns­syni. 

Þegar þeir fé­lag­ar áttuðu sig hvers kyns var reyndu þeir eðli­lega að vara áhorf­end­ur við og fá þá til að rýma sal­inn en það gekk ekki áreynslu­laust fyr­ir sig.

„Sýn­ing­in er upp­full af alls kyns upp­brot­um þar sem við för­um út úr hlut­verk­um okk­ar og verðum allt í einu við sjálf­ir og hætt­um að leika og byrj­um svo aft­ur. Þegar við báðum fólk vin­sam­leg­ast um að yf­ir­gefa sal­inn þá tók nátt­úr­lega eng­inn mark á okk­ur og fólk hélt að þetta væri bara hluti af sýn­ing­unni.

Örn gekk fram á sviðið og bað fólk um að yf­ir­gefa sal­inn og þá var bara hlegið. Þegar hann sagði: „Góðir áhorf­end­ur það er Örn sem tal­ar. Það er kviknað í,“ þá var hlegið ennþá hærra. Svo fór nú einn og einn að átta sig á því að það væri al­vara á ferðum. Samt sem áður þegar við vor­um að vísa fólki út úr saln­um þá var fólk enn að spyrja okk­ur hvort þetta væri ekki ör­ugg­lega grín,“ seg­ir Karl Ágúst og tek­ur fram að all­ir hafi sök­um þessa haldið ró sinni. 

Aðspurður seg­ir hann uppá­kom­una hafa orðið eft­ir hlé þegar um 15 mín­út­ur voru eft­ir af sýn­ing­unni. Þegar búið var að reykræsta sal­inn og ganga úr skugga um að allt væru ör­uggt var áhorf­end­um boðið aft­ur inn í sal­inn og sýn­ing­in kláruð. Spurður hvort ekki sé erfitt að stökkva inn og út úr sýn­ingu með þess­um hætti svar­ar Karl Ágúst: 

„Maður hefði haldið að væri erfitt að stoppa sýn­ingu og byrja aft­ur. Við vor­um meira að segja á báðum átt­um hvort við ætt­um að halda áfram og klára sýn­ing­una, en það reynd­ist hins veg­ar mjög auðvelt og sal­ur­inn var með okk­ur frá því við byrjuðum aft­ur og allt til enda.“

Magnús Geir Þórðar­son, leik­hús­stjóri Borg­ar­leik­húss­ins, sagðist af­skap­lega ánægður með hversu hratt og ör­ugg­lega sviðsstjóri Litla sviðsins og sviðsfólk hafi brugðist við, enda hafi eld­ur­inn verið slökkt­ur á ör­skots­stundu. 

„Þetta var ekki mik­ill eld­ur og vel viðráðan­leg­ur. Menn taka hins veg­ar eng­ar áhættu og því var hár­rétt brugðist við þegar sal­ur­inn var rýmd­ur. Það hafði farið neisti í sag und­ir sviðinu,“ seg­ir Magnús Geir og tek­ur fram að ekki hafi orðið nein­ar skemmd­ir á leik­hús­inu vegna þessa.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Sporðdreki

Sign icon Það fer best á því að þú vinnir út af fyrir þig í dag. Í einkalífinu mun gamall vinur koma þér til hjálpar með ferskum hugmyndum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sebastian Richel­sen
2
Lone Theils
3
Árni Þór­ar­ins­son og Páll Krist­inn Páls­son
4
Guðrún J. Magnús­dótt­ir
5
Jón­ína Leós­dótt­ir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Sporðdreki

Sign icon Það fer best á því að þú vinnir út af fyrir þig í dag. Í einkalífinu mun gamall vinur koma þér til hjálpar með ferskum hugmyndum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sebastian Richel­sen
2
Lone Theils
3
Árni Þór­ar­ins­son og Páll Krist­inn Páls­son
4
Guðrún J. Magnús­dótt­ir
5
Jón­ína Leós­dótt­ir