Aerosmith leitar að nýjum söngvara

Söngvarinn Steven Tyler hefur sagt skilið við bandarísku rokkhljómsveitina Aerosmith eftir margra áratuga samstarf. Hljómsveitin leitar nú að nýjum söngvara. Þetta er haft eftir gítarleikaranum Joe Perry.

„Ég veit ekki betur en að Steven sé hættur,“ sagði Perry í viðtali við dagblaðið Sun í Las Vegas. Perry sagðist byggja upplýsingarnar á ummælum sem Tyler lét falla í viðtali við tímaritið Classic Rock. Þar kemur fram að Tyler vilji hefja sólóferil, en hann tekur hins vegar ekki fram að hann sé hættur.

Perry hefur viðurkennt á Twitter-örbloggsíðu sinni að hann hafi ekki talað við Tyler í marga mánuði. Tyler „hefur ekki hringt í mig í marga mánuði,“ skrifaði Perry. „Hann skellti á mig þegar ég hringdi í hann síðast,“ skrifaði Perry jafnframt.

Hann bætti því við að Aerosmith væri að leita að nýjum söngvara.  „Þú getur ekki tekið 40 ára lífsreynslu og hent henni í ruslatunnuna.“

Fram kemur á fréttavef breska ríkisútvarpsins að vandræði sveitarinnar hafi hafist í ágúst sl. þegar Tyler féll af sviðinu á tónleikum í Suður-Dakóta með þeim afleiðingum að hann axlarbrotnaði. Í framhaldinu var tónleikaferðalaginu aflýst í samráði við lækna, en þeir sögðu að Tyler þyrfti tíma til að jafna sig.

Hljómsveitin kom hins vegar saman í síðustu viku og lék á tónleikum í Abu Dhabi. Fram kemur í þarlendum fjölmiðlum að tónleikarnir hafi vakið mikla lukku. Meðal þess sem kemur fram er að sviðsframkoma Tylers hafi fremur minnt á eitthvað sem menn mættu búast við af unglingum fremur en sextugri rokkstjörnu.

Perry segir hins vegar að enginn í sveitinni hafi séð Tyler áður en hljómsveitin steig á svið. „Hann var í sinu eigin búningaherbergi,“ sagði Perry við útvarpsstöð í Boston. „Hann gisti á öðrum hótelum en hljómsveitin og ferðaðist með öðrum flugvélum. Við sáum hann ekkert fyrr en hann gekk á sviðið.“

Tyler og Perry, sem hafa verið kallaðir „Eiturefna tvíburarnir“ (e. Toxic Twins), vegna mikillar eiturlyfja- og áfengisneysla á yngri árum, hafa í sameiningu samið mörg sígild rokklög. M.a. „Walk this Way“ og „Love in an Elevator“.

Steven Tyler sést hér á tónleikum í maí í fyrra.
Steven Tyler sést hér á tónleikum í maí í fyrra. Reuters
Joe Perry úr Aerosmith.
Joe Perry úr Aerosmith. AP
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert að uppgötva nýja hluti og þarft að gefa þér tíma til að njóta þeirra sem best þú getur. Þú átt á hættu að vera misskilinn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert að uppgötva nýja hluti og þarft að gefa þér tíma til að njóta þeirra sem best þú getur. Þú átt á hættu að vera misskilinn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar