Hikaði við að koma út úr skápnum

Portia de Rossi og Ellen DeGeneres.
Portia de Rossi og Ellen DeGeneres. DANNY MOLOSHOK

Það var ást við fyrstu sýn hjá leikkonunni Portia de Rossi þegar hún hitti leikkonuna og grínistann Ellen DeGeneres fyrst. Rossi segist hins vegar hafa verið of feimin til þess að fylgja hjarta sínu þegar í stað.

„Ég labbaði til hennar til þess að heilsa henni og ég trúði því ekki, en þegar hún snéri sér við þá var líkt og ör hefði verið skotið í gegnum hjarta mitt. Ég kiknaði í hnjánum og varð yfirbuguð af tilfinningum mínum. Það tók mig síðan tíu mánuði að safna kjarki til þess að gera eitthvað í málunum,“ segir Rossi sem giftist DeGeneres árið 2008.

Að sögn Rossi var ein aðalástæða þess hversu langan tíma það tók hana að fara á fjörurnar við DeGeneres sú að hún óttaðist viðbrögð almennings þegar fréttist að hún hefði komið út úr skápnum.

„Það liðu þrjú ár áður en ég gat viðurkennt henni ást mína, vegna þess að ég var þá að leika í Ally McBeal-þáttunum og var enn ekki komin út úr skápnum á þeim tíma. Ég var föst í skápnum og mjög hrædd um að ef ég ræddi opinskátt um kynhneigð mín þá myndi það binda skjótan endi á leikferil minn. Sökum þessa kom ekki til greina að fara á stefnumót með þekktustu samkynhneigðu konu heims.““

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert að uppgötva nýja hluti og þarft að gefa þér tíma til að njóta þeirra sem best þú getur. Þú átt á hættu að vera misskilinn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert að uppgötva nýja hluti og þarft að gefa þér tíma til að njóta þeirra sem best þú getur. Þú átt á hættu að vera misskilinn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar