Tyson sló ljósmyndara

Tyson liggur í valnum.
Tyson liggur í valnum. AP

Mike Tyson, fyrrverandi heimsmeistari í hnefaleik, var handtekinn á alþjóðaflugvellinum í Los Angeles fyrir að slá ljósmyndara hnefahöggi.

Að sögn lögreglu átti atvikið sér stað í gær í sjöundu flughöfn vallarins. Búist var við að Tyson yrði sleppt síðar um daginn að loknum yfirheyrslum.

Ljósmyndarinn tjáði lögreglu að Tyson hefði kýlt sig einu sinni en við það hlaut hann skurð á enni sem gert var að á sjúkrahúsi í nágrenninu.

Að sögn lögreglu er við því að búast að ljósmyndarinn verði einnig kærður vegna málsins. Talsmaður Tyson sagði kappann fyrrverandi hafa brugðist við miklum ágangi ljósmyndarans til að verja 10 mánaða gamal barn sitt.


mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sýndu öðrum tillitssemi og umburðarlyndi og þú munt fá þá framkomu endurgoldna þúsundfalt. Lærðu af reynslunni og mundu að ekki hafa allir sömu kímnigáfu og þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sýndu öðrum tillitssemi og umburðarlyndi og þú munt fá þá framkomu endurgoldna þúsundfalt. Lærðu af reynslunni og mundu að ekki hafa allir sömu kímnigáfu og þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir