Shlomo Moussaieff er þekktur fornmunasafnari í Ísrael og í ítarlegu viðtali sem birt er á vef Jerusalem Post kemur meðal annars fram að hann hafi nýverið eignast tvö þúsund ára gamlan rómverskan vasa en verðgildi vasans er ómetanlegt. Á Íslandi er hann helst þekktur fyrir að vera faðir Dorritar forsetafrúr.
Mjög er fjallað um stórkostlegt fornmunasafn Moussaieffs í greininni og tekið fram að dóttir hans sé gift forseta Íslands, Ólafi Ragnari Grímssyni.
Moussaieff hefur borið vitni í málum sem tengjast fölsunum á fornmunum en hann telur að engir falsaðir munir séu í hans eigu. Alls eigi hann 60 þúsund fornmuni sem hann hafi safnað á sextíu árum.