Í næstu viku hefst alþjóðleg athafnavika. Andrea Róbertsdóttir verður þá með „gjörning“ að eigin sögn en hún hefur elt nokkrar íslenskar konur á röndum undanfarið og tappað orkunni sem af þeim gustar á tóbakshorn.
Þau verða seld í nýrri verslun Eymundsson á Skólavörðustíg á 1.000 íslenskar krónur og rennur ágóðinn í innkaup fyrir iðjuþjálfun heimilismanna á Hrafnistu og Grund.